Hræsni ríku elítunnar og vestrænna leiðtoga
2022-11-08
Á hverju ári bjóða alþjóðlegar loftslagsráðstefnur fram skrúðsýningar hræsni þar sem elíta heimsins kemur í einkaþotum til að útdeila visku sinni til mannkyns um að draga úr kolefnislosun. Loftslagsráðstefnan í Egyptalandi í nóvember mun bjóða upp á enn meiri hræsni en vanalega, vegna þess að hinir ríku í heiminum munu predika ákaft yfir fátækari löndum um hættuna sem stafar af jarðefnaeldsneyti – eftir að hafa sópað að sér feikilegu magni af nýju gasi, kolum og olíu.